21.03.1984
Neðri deild: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4040 í B-deild Alþingistíðinda. (3443)

196. mál, lausaskuldir bænda

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti vill taka það fram vegna hluta af ræðu hv. síðasta ræðumanns að forseti er fyrir sitt leyti fús til þess að taka til athugunar þá ádrepu sem hér hefur komið fram um viðveru ráðh. og þm. Og forseti getur mætavel tekið undir það að það er æskilegt og sjálfsagt að þm. reyni að gegna þeirri skyldu sinni að vera hér við þegar fundirnir eru haldnir, og þá ekki síður ráðh. En þetta mál verður tekið til sérstakrar athugunar.