01.11.1983
Sameinað þing: 11. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í B-deild Alþingistíðinda. (346)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Þær eru nú yfirleitt stuttar aths. mínar. Það þarf ekki að taka fram.

Að því er þetta mál varðar er fyrirsögn þessara spurninga til landbrh. um byggingarkostnað Osta- og smjörsölunnar og Mjólkursamsölunnar. Vel má vera að mér hafi orðið á að taka þetta ekki sérstaklega fram við nánari útlistun, en það er spurt um byggingarkostnað þessara tveggja fyrirtækja og það held ég að hafi ekki farið fram hjá hæstv. ráðh.

En ég fagna því að sjálfsögðu að hæstv. ráðh. er reiðubúinn að svara spurningum í þessu sambandi þegar þær hafa verið skýrar fram fyrir hann settar þannig að hann skilji og á engan hátt skal það dregið að úr því verði bætt þannig að þingheimur og almenningur fái einnig að vita um hvað liggur að baki kostnaði við þær byggingar sem hér um ræðir.

Ég ítreka að ég held að almennt þyrfti að upplýsa þjóðfélagsþegna betur um það, með hvaða hætti þeir fjármunir eru fengnir sem þessir aðilar, tveir í þessu tilfelli, svo og ýmsir aðrir aðilar sem standa í stórkostlegum byggingarframkvæmdum á þessum erfiðleikatímum, nota til slíkra hluta.