22.03.1984
Neðri deild: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4087 í B-deild Alþingistíðinda. (3480)

196. mál, lausaskuldir bænda

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég vil í fyrsta lagi leiðrétta þann misskilning, að mér er tjáð að smærri sparisjóðirnir hafi haft sömu aðstöðu til að nýta þessi bréf til bindingar eða til að greiða upp í bindingu við Seðlabankann þannig að hér er um að ræða innlánsdeildir, en þó ekki allra kaupfélaga, og smærri sparisjóðirnir komi rétt fram.

Ég sagði að ég væri andvígur sérréttindum en ég bætti jafnframt við, eins og kom fram hjá síðasta ræðumanni, að ég er ekki reiðubúinn að dæma fyrr en ég hef gögn málsins fyrir framan mig.