22.03.1984
Neðri deild: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4087 í B-deild Alþingistíðinda. (3481)

196. mál, lausaskuldir bænda

Frsm. meiri hl. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Eins og kom fram í framsöguræðu minni, sem ég flutti sem formaður nefndar, tók ég fram að innlánsstofnanir sem hafa lægri innstæður en 56 millj. kr. hefðu þennan rétt, þ. e. 27 sparisjóðir og 27 innlánsdeildir kaupfélaga falla undir þessa reglu. Ég er hér með bréf frá Seðlabankanum frá því 21. desember um það hvernig þessi mál eru framkvæmd. Tímans vegna ætla ég ekki að bæta við það en ég hef líka skrá yfir það hvaða innlánsstofnanir þetta eru og sparisjóðir. Ef menn vilja sjá það hjá mér geta þeir fengið að sjá það síðar. En Kaupfélag Eyfirðinga er ekki inn í því, það vil ég upplýsa.