22.03.1984
Neðri deild: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4088 í B-deild Alþingistíðinda. (3483)

196. mál, lausaskuldir bænda

Forseti (Ingvar Gíslason):

Hér er að sjálfsögðu um skyld mál að ræða, en þar sem um tvö frv. er að tefla held ég að sé eðlilegast, eins og gert hefur verið fram að þessu, að þau séu á dagskrá hvort í sínu lagi og verði tekin fyrir hvort í sínu lagi. Þegar það þingmál sem hv. síðasti ræðumaður var að nefna kemur fyrir getur hv. þd. tekið afstöðu til þess alveg sjálfstætt. Ég sé enga ástæðu til að telja annað.