26.03.1984
Efri deild: 68. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4095 í B-deild Alþingistíðinda. (3492)

255. mál, almannatryggingar

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Í athugasemdum við lagafrv. þetta stendur að ákvæði þess tengist „ákvörðun ríkisstj. og samningum þeim sem nýlega voru gerðir milli Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands og fjmrh. fyrir hönd ríkissjóðs og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja“. Það fer því ekkert á milli mála að þetta frv. er tengt þeim samningum sem hér um ræðir. Ég sagði hins vegar ekki að frv. í sjálfu sér ruglaði saman launum og tryggingabótum heldur sagði ég að því hefði verið ruglað saman í þessum samningum. Ég hef ekkert á móti frv. og ég mun greiða því atkv. mitt. En ég er á móti því hvernig það er til komið.