26.03.1984
Neðri deild: 65. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4135 í B-deild Alþingistíðinda. (3530)

255. mál, almannatryggingar

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til þess að spyrja hæstv. heilbr.- og trmrh. áður en hann kemur í stólinn aftur: Hvað líður frv. til l. um almannatryggingar sem átti að fela í sér samhljóða ákvæði og frv. mitt til 1. um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem er 30. mál þingsins? Það hefur nú legið í n. í allan vetur og ekki fengist afgreitt þrátt fyrir að allir séu því sammála, en það er till. um að fæðingarorlof lengist um einn mánuð því fleiri sem börnin eru sem fæðast í einu eða við fleirburafæðingar.

Mér hefur verið svarað því til að þetta mál þurfi ekki að hljóta afgreiðslu í n., þar sem ráðh. muni sjálfur bera það fram þegar hann komi með bálk um almannatryggingar. Nú liggur fyrir einn slíkur, og ekki er að sjá að þar standi neitt um fæðingarorlof. Ég vil því leyfa mér að spyrja hæstv. ráðh.: Er eitthvert annað frv. í smíðum sem mun fela í sér þetta mál? (Gripið fram í.)

Og ég vil spyrja hæstv. heilbr.- og trmrh.: Kemur þetta ákvæði sem frv. frá honum? — Ella mun ég fara að gera mjög ákveðna kröfu til að þetta mál hljóti afgreiðslu í hv. heilbr.- og trn. þar sem það verður, eftir næsta fund, eina málið sem liggur fyrir n.