27.03.1984
Sameinað þing: 70. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4186 í B-deild Alþingistíðinda. (3570)

429. mál, samanburðarkannanir á launakjörum kvenna og karla

Fyrirspyrjandi (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að ítreka þakklæti mitt til hæstv. forsrh. Það hefur komið fram hér mikill skilningur hans á því að nauðsynlegt sé að þessar kannanir fari fram. Ekki síst ber að þakka þá yfirlýsingu að hann er tilbúinn að beita sér fyrir því í ríkisstj. að veitt verði aukafjárveiting til þess að þegar í stað verði hægt að hefja undirbúning að þessum samanburðarkönnunum.

Ég vænti þess að hæstv. forsrh. sjái til þess að kannanirnar verði einnig unnar í samráði við Jafnréttisráð og að framkvæmdanefnd um launamál kvenna fái einnig að fylgjast með þessu máli. Ég tel, herra forseti, hilla undir það að við sjáum kannske einhvern árangur í þessu máli. Eins og ég sagði hefur hér á hv. Alþingi verið reynt í 4–5 ár að fá framkvæmdavaldið til að hrinda af stað slíkum könnunum, en án árangurs. Ég ítreka þakklæti mitt til hæstv. forsrh. fyrir hans viðbrögð.