28.03.1984
Efri deild: 70. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4234 í B-deild Alþingistíðinda. (3609)

18. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

Tómas Árnason:

Virðulegi forseti. Ég er fylgjandi því að tekin verði upp heildarendurskoðun vinnulöggjafarinnar. Að mínu mati hefði verið heppilegast eins og kom fram hér áður, að slík ábending hefði verið tekin upp hér á Alþingi og beint til ríkisstj. Ég hefði heldur kosið þá málsmeðferð að vísa málinu til ríkisstj. Af þessum ástæðum er ég ekki samþykkur því nú að gera einstakar breytingar á vinnulöggjöfinni, ekki heldur þá sem hér er lagt til að gerð verði. Ég segi nei.