28.03.1984
Neðri deild: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4261 í B-deild Alþingistíðinda. (3642)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Á þskj. 486, nál. frá minni hl. fjh.- og viðskn. um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 75 frá 14 sept. 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sem hér er til umr., segir: „Tillagan um fjárfestingarsjóð í stað varasjóðs er einnig athyglisverð, en framkvæmdin er flókin. Sú hugmynd er því verð frekari skoðunar.“

Í framhaldi af þessu, sem ég er sammála að er rétt ábending, mæli ég fyrir brtt. á þskj. 513 við það frv. sem hér er til umr. Till. er þess efnis að við frv. verði bætt nýju bráðabirgðaákvæði, þannig að á næstu tveimur árum verði unnt að leggja fé í varasjóð í stað fjárfestingarsjóðs, allt að 25% af hreinum skattskyldum tekjum, með sama hætti og unnt hefur verið samkv: gildandi lögum. Samkv. þessu ákvæði getur viðkomandi framteljandi við framtal 1984 og 1985 valið hvort hann leggur allt að 25% af hreinum skattskyldum tekjum í varasjóð eða 40% í fjárfestingarsjóð.

Ástæðan fyrir þessari brtt. er sú, að eðlilegt þykir að viss aðlögun verði veitt þeim, sem hafa notað sér varasjóðsákvæði gildandi laga, áður en ákvæði um fjárfestingarsjóð koma að fullu til framkvæmda. Sanngjarnt þykir að þeir aðilar sem hér um ræðir geti um tveggja ára skeið valið milli þess að leggja fé í varasjóð eða fjárfestingarsjóð. Eðlilegt er að þessi ákvæði verði endurskoðuð að nýju að loknum umræddum aðlögunartíma í ljósi þeirrar reynslu sem þá verður fengin.

Ég vil þá, með leyfi forseta, lesa upp þessa brtt., en hún er á þskj. 513 og við frv. til l. um breyt. á lögum nr. 75 frá 14. sept. 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 21 frá 23. mats 1983, um breyt. á þeim lögum. Hún hljóðar svo, með leyfi forseta, og er um að við bætist ákvæði til bráðabirgða: „Við álagningu tekjuskatts á árunum 1984 og 1985 vegna tekna áranna 1983 og 1984 skulu skattskyldum aðilum samkv. 1. málsgr. 2. gr. heimilt tillög í varasjóð í stað tillaga til fjárfestingarsjóðs samkv. 11. tölul. 31. gr. Hámarksvarasjóðstillög þessara aðila skutu vera 25% af þeirri fjárhæð sem eftir stendur þegar frá tekjum samkv. II. kafla hafa verið dregnar þær fjárhæðir sem um ræðir í 1.–10. tölul. 31. gr. Öll ákvæði laga nr. 75 frá 1981 varðandi varasjóð skuli gilda varðandi þessi varasjóðstillög uns varasjóði hefur verið ráðstafað að fullu.“

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.