29.03.1984
Efri deild: 72. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4267 í B-deild Alþingistíðinda. (3655)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Virðulegi forseti. Enda þótt hv. þdm. sé kunnugt um breytingu þá sem gerð var í Nd. nú fyrir skemmstu á frv. því sem hér er til umr. tel ég rétt að formlegur fundur verði haldinn í fjh.- og viðskn., en geri ráð fyrir að hann geti orðið stuttur. Þar yrði þá líka fjallað um þá breytingu sem gerð var á 2. dagskrármálinu nú fyrir skemmstu í Nd. Ég óska þess vegna eftir fundarhléi sem ég vænti að þurfi ekki að vera nema 5 mínútur. — [Fundarhlé.]

Hæstv. forseti. Hv. fjh.- og viðskn. þessarar deildar hefur haldið fund um þá breytingu sem gerð var á þessu frv. í Nd. og gerir engar athugasemdir við hana.

Sömuleiðis höfum við fjallað um fylgifrv. með þessu máli og þá breytingu sem á því var gerð og gerum heldur enga athugasemd við hana, en afstaða til málanna í heild kemur að sjálfsögðu fram hér við lokaatkvgr.