02.04.1984
Sameinað þing: 73. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4317 í B-deild Alþingistíðinda. (3680)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Svohljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík, 2. apríl 1984.

Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að l. varamaður Alþb. í Norðurl. e., Svanfríður Jónasdóttir kennari, Dalvík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason, forseti Nd.

Bréfi þessu fylgir kjörbréf Svanfríðar Jónasdóttur.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 2. apríl 1984.

Þórarinn Sigurjónsson, 2. þm. Suðurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Böðvar Bragason, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason, forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir kjörbréf Böðvars Bragasonar.

Enn fremur hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 2. apríl 1984.

Friðrik Sophusson, 2. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 2. varaþm. taki 3. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, Jón Magnússon, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason, forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir kjörbréf Jóns Magnússonar.

Enn fremur svohljóðandi bréf frá Guðmundi H. Garðarssyni:

„Reykjavík, 28. mars 1984.

Þar sem ég er á förum til útlanda á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og mun dveljast erlendis á næstu vikum get ég ekki tekið sæti á hv. Alþingi sem 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík.

Virðingarfyllst,

Guðmundur H. Garðarsson.“

Ég vil biðja hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréf þessi til athugunar. Á meðan verður fundinum frestað um 10 mínútur. — [Fundarhlé.]