01.11.1983
Sameinað þing: 12. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 503 í B-deild Alþingistíðinda. (370)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Við Íslendingar erum oft á tíðum sem ein fjölskylda og sjaldan er það augljósara en þegar slys og mannskaða ber að höndum. Við finnum þá til hver með öðrum og viljum bera hver annars byrðar. Um þessar mundir er skammt stórra högga á milli. Fyrir nokkrum dögum hvolfdi dæluskipinu Sandey á Engeyjarsundi og nú hefur farist báturinn Haförninn við Bjarneyjar á Breiðafirði. Fyrir hönd Alþingis vil ég votta öllum, sem um sárt eiga að binda vegna þessara slysfara, dýpstu samúð okkar alþm. allra.