03.04.1984
Sameinað þing: 74. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4367 í B-deild Alþingistíðinda. (3742)

245. mál, útflutningur dilkakjöts

Páll Pétursson:

Herra forseti. Eins og glögglega kom fram í ræðu hæstv. landbrh. hafa því miður ekki fundist neinar töfralausnir á þessum sölumálum. Ég vildi svo sannarlega að þær kæmu í ljós, en því miður höfum við ekki dottið ofan á þær enn þá, Jafnvel þó að bjartsýnir menn, áræðnir og duglegir, hafi haldið að þeir væru með eitthvað í höndunum sem bitastætt væri hefur yfirleitt reynslan orðið sú að þetta hefur allt verið á svipuðu róli.

En ég harma það að ég skuli hafa skilið rétt hjá 3. þm. Reykn. að hér væri um aðdróttun að ræða. Ég tel rétt að hann finni orðum sínum stað og verð að óska þess mjög eindregið að hann geri það með skýrum hætti því að þetta er meira en lítið alvarleg ásökun sem hann hefur þarna í frammi.