06.04.1984
Neðri deild: 71. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4536 í B-deild Alþingistíðinda. (3883)

266. mál, sala ríkisjarðarinnar Selárdals í Suðureyrarhreppi

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því vegna síðustu ræðu að í grg. með frv. segir: „Suðureyrarhreppur hefur haft Selárdal á leigu frá fardögum 1977 og hafa íbúar hreppsins notað jörðina til útivistar.“ Ég vil því fara fram á það við hv. þm. kjördæmisins að þeir upplýsi hreppsnefnd Suðureyrarhrepps um tilvist fjvn. og aðferðir við að koma slíkum málum í gegnum þingið og legg til að þeir fái gott kaffi næst þegar þeir koma á fund fjvn. til að biðja slíkra erinda (Gripið fram í: Það fá nú ekki allir kaffi.)