09.04.1984
Neðri deild: 72. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4552 í B-deild Alþingistíðinda. (3922)

176. mál, skipan opinberra framkvæmda

Frsm. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. fjh.- og viðskn. á þskj. 568 um frv. til l. um breyt. á lögum um skipan opinberra framkvæmda.

Frv. felur í sér að sem fyrr verði heimilt að fela einstökum ríkisstofnunum umsjón nánar skilgreindra flokka opinberra framkvæmda, enda hafi þessar stofnanir aðstöðu til að annast þessi verkefni, en við er bætt að engu að síður skuti verk að jafnaði unnið skv. tilboði á grundvelli útboðs í samræmi við 13. gr. laganna.

Þá er í ákvæði til bráðabirgða gert ráð fyrir að ráðh. sé heimilt að gefa ríkisstofnunum, sem aðallega hafa framkvæmt verk sín sjálfar þrátt fyrir ákvæði þessara laga, ákveðinn umþóttunartíma til að laga sig að framkvæmd laganna.

Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um málið og leggur samhljóða til að það verði samþykkt.