10.04.1984
Sameinað þing: 78. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4576 í B-deild Alþingistíðinda. (3941)

439. mál, innheimta tekjuskatts

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Þó að tekjubókhald ríkisins gefi ekki þær upplýsingar sem um var beðið held ég að þær hafi komið fram í mínu svari, þær voru fengnar annars staðar frá. Ég svaraði þeim fsp. sem bornar voru fram þó svörin hafi komið annars staðar frá en frá tekjubókhaldi ríkisins.

Hvað varðar tekjuskattinn get ég upplýst, ef hv. þm. ekki veit það fyrir, að það er á stefnuskrá Sjálfstfl. að leggja hann niður og ég hef ekki orðið var við neina aths. við það frá samstarfsflokki ríkisstj. Ég reikna með því að að því verði unnið áfram.