11.04.1984
Efri deild: 79. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4618 í B-deild Alþingistíðinda. (3991)

250. mál, málflytjendur

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir áliti allshn. sem er að finna á þskj. 598. Eins og það ber með sér hefur nefndin athugað frv. um málflytjendur og leggur til að það verði samþykkt.

Þetta frv. er ekki mikið að vöxtum og efni þess er skýrt. Í aths. er gerð rækileg grein fyrir því hvert efni þess er. Enn fremur skýrði hæstv. dómsmrh. efni frv. í framsöguræðu sinni. Þess vegna sé ég ekki ástæðu til að lengja mál mitt um frv. en endurtek að allshn. mælir með samþykkt þess.