11.04.1984
Efri deild: 79. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4623 í B-deild Alþingistíðinda. (4001)

182. mál, umferðarlög

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég er samþykkur því frv., sem hér er um að ræða, í öllum meginatriðum, en eftir þær umr. sem hér hafa farið fram er ég samþykkur þeirri brtt. sem borin hefur verið fram við frv. Það er einkum vegna þess að ég óttast að eftirlit með framkvæmd frv. yfir þann tíma verði mjög slælegt hjá okkur, þessi löggjöf verði ekki haldin og lögregla hafi ekki aðstöðu til að hafa eftirlit með henni eins og skyldi. Þá óttast ég að það auki á óöryggi í umferðinni t. d. að sjónskertir treysti á að yfir þennan tíma séu ljós á öllum bifreiðum, en þegar í ljós komi að svo sé ekki muni öryggið fara minnkandi yfir sumartímann en ekki batnandi. Þetta finnst mér meginatriðið og þess vegna er ég samþykkur þeirri brtt. sem hér hefur verið borin fram.