11.04.1984
Neðri deild: 73. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4635 í B-deild Alþingistíðinda. (4035)

152. mál, skemmtanaskattur

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það mál sem hér liggur fyrir var flutt í hv. Ed. og fjallar um afnám skemmtanaskatts á kvikmyndasýningum í byggðalögum sem eru innan við tiltekna stærð. Þetta er öðrum þræði byggðamál. Er það hugsað til þess að auðvelda rekstur kvikmyndahúsa á fámennum stöðum. Kvikmyndasýningar eru ein vinsælasta skemmtun ungs fólks og raunar fleiri. Þessar eru höfuðástæðurnar fyrir flutningi þessa frv. Hv. Ed. hækkaði það mark íbúafjölda sem gert var ráð fyrir í upphaflega frv. og afgreiddi málið einhuga úr n. á þann veg að skemmtanaskattur á kvikmyndir skyldi innheimtur í þéttbýtiskjörnum þar sem væru fleiri en 7500 manns.

Ég vona, hæstv. forseti, að þetta mál fái jafn einhuga framgang í menntmn. þessarar hv. deildar og legg til að því verði þangað vísað að lokinni þessari umr. og vísað til 2. umr.