11.04.1984
Neðri deild: 73. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4686 í B-deild Alþingistíðinda. (4076)

304. mál, selveiðar

Björn Dagbjartsson:

Herra forseti. Aðeins örstutt. Hvað oft á að segja mönnum að það er ekki hringormur í fiski við Grænland vegna þess að sjórinn er svo kaldur? Þetta er búið að segja í ræðu og riti í mörg ár og Náttúruverndarráð, m. a. s. þeir leyfa sér að segja þetta í sinni skýrslu, og spyrja því af hverju þetta sé ekki. Það er enginn hringormur í fiski vegna þess að eggin klekjast ekki út, eggin sem ganga niður af selnum klekjast ekki út í sjó sem er kaldari en svona 2–3 gráður. Þetta var þá sagt enn einu sinni — það kemur þá í þingtíðindum að þetta er svona. Það kannske þýðir ekkert, það verður spurt að því strax aftur.