12.04.1984
Sameinað þing: 81. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4689 í B-deild Alþingistíðinda. (4081)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Skv. tilmælum forseta hefur kjörbréfanefnd nú kannað kjörbréf fyrir Valgerði Sverrisdóttur, Lómatjörn, Suður-Þingeyjarsýslu, sem er 2. varaþm. Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra. 1. varaþm. flokksins í þessu kjördæmi, Níels Árni Lund, situr þegar á Alþingi. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréfið og ekki fundið neitt athugavert við það. Leggur hún því einróma til að kjörbréfið verði samþykkt og kosningin verði metin gild.