12.04.1984
Sameinað þing: 81. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4690 í B-deild Alþingistíðinda. (4091)

299. mál, stefnumörkun í skólamálum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er till. um að vísa þessari þáltill. til allshn. Hreyft hefur verið þeirri hugmynd að vísa till. til fjvn. á þeirri forsendu að nokkur útgjöld fylgi till. Ég hygg að það sé ekki næg ástæða til þess að taka fjvn. fram yfir allsherjarnefnd, því að ef svo væri gert í hliðstæðum tilvikum mundu allflestar tillögur fara til fjvn. á þeirri forsendu. En ég lít svo á að það sé ekki bein till. um fjvn. (Gripið fram í.) Það er tillaga. Þá eru það tvær tillögur, önnur um allshn., sem flm. gerir, og svo er tillaga um fjvn.