12.04.1984
Sameinað þing: 81. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4693 í B-deild Alþingistíðinda. (4094)

283. mál, greiðslukort

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil byrja með því að lýsa því yfir að ég styð till. sem hér er fram komin. Ég vil einnig upplýsa að til fjh.- og viðskn. Ed. hafa þegar leitað samtök kaupmanna og farið fram á að sú nefnd beitti sér fyrir því máli og hér er hreyft, þó að ekki hafi orðið úr því enn. Það er ekki lengur hægt að líta á greiðslukortaviðskipti sem einangraða þjónustu fyrir einangraðan hóp þjóðfélagsins. Hún er þegar orðin það almenn og á eftir að verða það víðtæk að það hlýtur að vera brýn nauðsyn að setja almenna löggjöf um þetta fyrirbæri til þess einmitt, eins og flm. tekur fram, að koma í veg fyrir þá réttaróvissu sem ógreinileg skilyrði og skilmálar geta valdið.

Til aths. hef ég það eitt fram að færa að ég teldi eðlilegra að þessu máli yrði vísað til hv. allshn. og geri það að formlegri till. minni.