24.04.1984
Sameinað þing: 82. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4819 í B-deild Alþingistíðinda. (4242)

312. mál, lækkun húshitunarkostnaðar

Fyrirspyrjandi (Stefán Benediktsson):

Herra forseti. Ég held að ég þurfi ekki að andmæla hæstv. dómsmrh. í því að við höfum nokkuð lík markmið í því að efla skuli Landhelgisgæsluna, en fyrst verða menn að gera sér grein fyrir því til hvers Landhelgisgæslan er, þ. e. hvert er verksvið hennar og verkefni, en ekki, eins og farið hefur verið að í því máli sem hér er rætt, að fyrst leiti menn tilboða í að kaupa einhvern hlut og síðan fari þeir að hugsa og komist þá að þeirri niðurstöðu að þeir þurfi að hugsa enn þá meira. Ég tel þetta afskaplega talandi og ljóst dæmi um það hvernig þessu landi er stjórnað þessa dagana. Einu ákvarðanirnar sem menn taka eru nánast að hugsa meira, skoða meira, en láta það vera að taka ákvarðanir sem á einhvern hátt leiða til framfara og árangurs í þeim málum sem um ræðir.