25.04.1984
Efri deild: 84. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4854 í B-deild Alþingistíðinda. (4264)

181. mál, sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi

Tómas Árnason:

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins leiðrétta eitt nafn sem hér var nefnt áðan. Þessi dalur heitir Austdalur en ekki Austurdalur. Það eru þrjár jarðir í Seyðisfirði sem eru elstar, þ. e. Fjörður, Vestdalur og Austdalur. Til þess að þetta komi rétt inn í þingtíðindi eins og það er í okkar fornu bókum vil ég koma þessari leiðréttingu á framfæri. Hv. þm. er sjálfsagt ekki staðarkunnugur og þess vegna kom þetta nafn, Austurdalur, inn en á að vera Austdalur.