25.04.1984
Efri deild: 84. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4855 í B-deild Alþingistíðinda. (4265)

181. mál, sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Hv. 11. þm. Reykv. beindi til mín fsp. um það hvort ég væri fús að lýsa því yfir að leitað yrði umsagnar Náttúruverndarráðs áður en heimildir yrðu nýttar sem samþykktar kunna að verða með lögum þessum. Ég vil láta það koma fram að ég mun fara að því og leita þeirrar umsagnar. Síðan verður þá tekið tillit til þeirrar niðurstöðu sem þar kann að koma fram eftir því sem efni munu standa til.