25.04.1984
Neðri deild: 76. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4859 í B-deild Alþingistíðinda. (4276)

119. mál, tollskrá

Utanrrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Ég vil sem svar við fsp. hv. þm. aðeins segja það að ég skal kanna þetta mál, að hve miklu leyti ógert hefur verið látið að bera fram frv. til þess að lög landsins séu í samræmi við fullgildingu á þessum sáttmála. En ég hygg að skv. honum sé það í nokkurt sjálfsvald sett fullgildingaraðilum hvenær og að hvað miklu leyti og hve fljótt gengið verði frá löggjöf hvers ríkis til samræmingar við sáttmálann sjálfan. En sem sagt, ég mun athuga það mál nánar.