26.04.1984
Sameinað þing: 84. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4926 í B-deild Alþingistíðinda. (4331)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram af tilefni orða hv. síðasta ræðumanns að það orkar jafnan nokkurs tvímælis hvenær skuli leyfa umr. utan dagskrár og hvenær ekki. Þetta mál var grandskoðað með sama hætti og venjulega er gert þegar þarf að taka ákvörðun um slíkt. Það er ekki óeðlilegt að hv. þm. minnist á tiltekið þingmál sem liggur fyrir hv. Nd. en þó hygg ég að ekki orki tvímælis að það mál þarf ekki að útiloka að leyfðar séu umr. utan dagskrár varðandi þá nefnd sem ríkisstj. hefur skipað í því máli sem hér hefur verið til umr.