30.04.1984
Efri deild: 85. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4971 í B-deild Alþingistíðinda. (4371)

329. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég á ekki sæti í þeirri nefnd sem um þetta mál mun fjalla og langaði þess vegna til að koma til skila tveimur spurningum sem ég tel nauðsynlegt að menn fjalli um, hver svo sem endanleg afstaða þeirra til málsins verður. Það er annars vegar hvernig farið verður með mál einstakra skuldaaðila við Fiskveiðasjóð, þ. e. hvort allir aðilar eru jafnréttháir gagnvart sjóðnum eða ekki þegar til þessara aðgerða kemur. Hins vegar er þessi grundvallarspurning: Eru þessar aðgerðir, sem hér er verið að fara fram á að heimila, virkilega sú úrbót sem vænst er, þ. e. er þetta endanleg lausn á þeim vanda sem verið er að fjalla um eða er þetta bara enn ein bráðabirgðalausnin sem síðan verður að kippa í liðinn innan mjög skamms tíma aftur?