30.04.1984
Neðri deild: 77. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5007 í B-deild Alþingistíðinda. (4428)

240. mál, ábyrgð á láni fyrir Arnarflug

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég get fullvissað hv. þm. Garðar Sigurðsson um það að við munum athuga þetta frv. rækilega í fjh.- og viðskn. deildarinnar. Ég skildi hv. þm. þannig þegar hann var að tala um bókhaldsæfingar að hann hafi þá verið að tala um bókhaldsæfingar hjá Flugleiðum þegar þeir afskrifuðu hlutabréf í Arnarflugi. Ég man ekki betur en starfsmenn Arnarflugs hefðu verið tilbúnir að kaupa hluti af Flugleiðum sem voru þá ekki falir. Ég held að líka sé rétt að láta það koma fram að ég tel að Arnarflug hafi sinnt áætlun á þeim stöðum sem þeir hafa áætlun til mjög vei. Sú þjónusta sem fyrirtækið veitir á þeim stöðum þar sem þeir hafa áætlunarleiðir er alveg til fyrirmyndar. Ég held að þetta félag sé alls góðs maklegt og væri mikill skaði að því ef það yrði að hætta rekstri sínum. Hitt er svo annað mál að sjálfsagt er að þeir eigi veð fyrir þeim ábyrgðum sem þeim eru veittar.