02.05.1984
Efri deild: 87. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5031 í B-deild Alþingistíðinda. (4444)

330. mál, jöfnun hitunarkostnaðar

Egill Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. síðasta ræðumanni, forseta bæjarstjórnar Akraness, fyrir að hafa staðfest mína ræðu og framsetningu með þeim hætti sem hann gerði. Ég er honum alveg sammála um það, og það var einmitt í tillögum orkuverðsnefndar, að gerð yrði skuldbreyting á lánum. Á milli okkar er ekki nokkur minnsti meiningarmunur í þessum efnum. Það sem ég var að segja var ekki vegna öfundsýki í garð hans byggðarlags, heldur hitt að gott fyrirtæki þar og arðsamt og lágur hitunarkostnaður þar á allra næstu árum og reyndar nú þegar, ef rétt er að gáð, má ekki verða þess valdandi að það sé tekin sú viðmiðun annars staðar að leiði til ófarnaðar í byggðamálum.