02.05.1984
Efri deild: 87. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5041 í B-deild Alþingistíðinda. (4461)

319. mál, kvikmyndamál

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil ekki láta hjá líða að þakka hv. þm. fyrir góðar og drengilegar undirtektir við þetta mál. Ég er þess fullviss af þessum undirtektum að það tekst, eins og hv. 3. þm. Norðurl. v. benti á, að afgreiða málið með snöggu sameiginlegu átaki. Annað eins hefur verið gert á Alþingi að afgreiða mál með snöggum átókum þegar orðið er áliðið þings og ég tala nú ekki um þegar samstaðan er jafngóð og í þessu máli.