04.05.1984
Efri deild: 90. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5359 í B-deild Alþingistíðinda. (4634)

311. mál, fjölbrautaskólar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér óþarft að hafa mörg orð um þessa till. svo mikið og lengi var shlj. eða samkynja till. rædd hér í d. áðan. Og ég vil taka það fram, svo sem eins og ég gerði með hina till., að ég get ómögulega fallist á hana og vil því leggja til að hún verði felld. En mig langaði til þess að spyrja hv. flm. þessarar brtt., hvernig eða hver muni koma til með að greiða skv. till. þennan viðbótarkostnað vegna fjölbrautaskótanna og þá öldungadeildanna. Þá er kostnaði skipt í þrennt eins og ég veit að hv. flm. till. er fullkunnugt um. Er það ríkið eða eru það sveitarfélögin, sem hv. flm. gerir ráð fyrir að greiði þann viðbótarkostnað sem af hlýst ef brtt. yrði samþykkt sem ég vona að verði nú ekki?