07.05.1984
Efri deild: 91. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5432 í B-deild Alþingistíðinda. (4705)

321. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Frsm. meiri hl. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Að gefnu tilefni, vegna þess sem hér var getið um áðan varðandi málsmeðferð og hverjir ættu setu í iðnn. og hverjir ekki, þá er mér ekki kunnugt um það sem varaformanni nefndarinnar að hv. þm. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hafi leitað eftir upplýsingum úr iðnn. Eins og ég gat um fyrst taldi ég rétt að taka þetta sérstaklega fram. Mér var falið sem varaformanni n. að mæla fyrir því nál. sem þessar umr. hafa spunnist út af. Hitt er annað, eins og hér hefur komið fram, að auðvitað hafa þeir þingflokkar sem ekki eiga seturétt í nefndum heimildir til að fara fram á að eiga áheyrnarfulltrúa á nefndafundum og ég veit ekki betur en það sé alltaf fúslega veitt þegar eftir því er leitað. Að gefnu tilefni vildi ég taka þetta fram.