08.05.1984
Sameinað þing: 87. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5511 í B-deild Alþingistíðinda. (4772)

443. mál, almenningsbókasöfn

Fyrirspyrjandi (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir þessi svör. Það gleður mig að tillögurnar hafa nú verið sendar til umsagnar og ég vænti þess að bókasafnsfólk og sveitarstjórnir láti ekki á sér standa að svara þeim og ég get ekki fundið neitt að því þó að frv. þetta liggi ekki fyrir. Það er ekki svo ýkja langur tími síðan tillögurnar lágu fyrir. Hér verður nú á þessu sumri haldið í fyrsta sinn norrænt þing bókasafnsfræðinga og það gleður mig sem alþm. sem þar verður staddur að geta sagt frá því að í undirbúningi sé löggjöf um almenningsbókasöfn. Ég held að þar sé verðugt verkefni að vinna og treysti því að hæstv. ráðh. geti þá látið sitt rn. undirbúa slíka löggjöf á komandi sumri og von sé til þess að frv. liggi fyrir á næsta löggjafarþingi. Og ég vil þess vegna þakka fyrir þau svör, sem hér hafa komið fram.