09.05.1984
Efri deild: 92. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5564 í B-deild Alþingistíðinda. (4821)

153. mál, höfundalög

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil bara lýsa furðu minni yfir að heyra þessi annarlegu ummæli hæstv. fjmrh. um eitt helgasta ákvæði stjórnarskrárinnar, þ. e. eignarréttinn. Síst af öllu hefði ég átt von á því að heyra þau orð úr munni hans að þegar menn reyna með því móti sem löggjafinn heimilar þeim að ná sínum rétti hvað eign þeirra varðar kallar hann það hefnd. Ég bið menn bara að taka eftir þessum afar ólíku viðhorfum hæstv. fjmrh. til eigna. Það er greinilega ekki sama í hans augum hvort um hugverk er að ræða eða fasteignir.