09.05.1984
Neðri deild: 83. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5591 í B-deild Alþingistíðinda. (4880)

136. mál, hafnalög

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. var lagt fram á síðasta Alþingi og náði þá ekki fram að ganga. Á frv. voru gerðar nokkrar breytingar og það lagt fram snemma á þessu þingi. Það fékk mjög ítarlega umfjöllun í nefnd í Ed. sem gerði á því nokkrar minni háttar efnisbreytingar og orðalagsbreytingar. Tel ég fyrir mitt leyti að þær séu flestar eða allar til hins betra. Ég sé enga ástæðu til að rekja efni þessa frv. frekar, því að allir sjá í þingtíðindum hvað um það var sagt í fyrri deild, en óska eindregið eftir því, þar sem málið er búið að vera hér fyrir tveimur þingum, þó að langt sé liðið á starfstíma þingsins, að það fái hraða afgreiðslu í þeirri nefnd sem það fær það til meðferðar í þessari hv. þingdeild.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. samgn.