10.05.1984
Neðri deild: 84. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5674 í B-deild Alþingistíðinda. (4980)

269. mál, erfðafjárskattur

Frsm. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Félmn. hefur fjallað um frv. til l. um erfðafjárskatt, 269. mál, þskj. 515. Nefndin hefur rætt málið og fengið umsögn frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun að því er varðar áhrif á tekjur ríkissjóðs. Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frv. en einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt.

Það hefur komið fram að ákvæði 2. mgr. 15. gr. laganna um töku dráttarvaxta þykir ekki nógu skýrt til þess að örugglega megi á því byggja og því hef ég leyft mér að flytja brtt. á þskj. 828 sem miðar að því að bæta hér úr þannig að dráttarvaxtataka verði heimil með óyggjandi hætti.