11.05.1984
Neðri deild: 86. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5768 í B-deild Alþingistíðinda. (5083)

340. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Vegna ummæla hæstv. forsrh. má ég til með að árétta mál mitt til að merking þess sé ljós. Þegar ég tala um óráðsíu og gjálífi, prjál og munað, þá átti ég fyrst og fremst við ríkissjóð og meðferð hans. Þarf ég að minna á fleira en flugstöð? Hitt er svo annað mál hvert fordæmi ríkisreksturinn er fyrir þegna landsins. Íslenskan er rík að máltækjum og nægir í þessu sambandi að nefna tvö: „Eftir höfðinu dansa limirnir“ og „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“