14.05.1984
Neðri deild: 88. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5833 í B-deild Alþingistíðinda. (5181)

310. mál, menntaskólar

Frsm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Menntmn. hefur rætt þetta frv. á fundum sínum og telur að hér sé um þarft mál að ræða sem tryggir réttarstöðu bæði kennara og nemenda sem eru í öldungadeildum menntaskóla og mælir með samþykki frv. með þeirri breytingu þó að námskeiðsgjöld skuli vera hin sömu á öllu landinu. Það er í samræmi við þá stefnu að allir skuli standa jafnir eins og kostur er í sambandi við fræðslu- og skólamál.