14.05.1984
Neðri deild: 88. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5833 í B-deild Alþingistíðinda. (5185)

311. mál, fjölbrautaskólar

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hv. 5. þm. Norðurl. e. hefur hér mætt fyrir fjórum nál. Hann hefur enga grein gert fyrir álitunum í heild, þ. e. ekki þeim brtt. sem fluttar hafa verið, hefur ekki haft svo mikið fyrir að lesa þær upp fyrir þingheim. Ég skil vel að það eru miklar annir í þinginu og nauðsynlegt að hafa sem skjótust vinnubrögð. En ég bið hv. frsm. nefndanna og hæstv. forseta að skilja það líka að það er útilokað fyrir hv. þm. í því skjalaflóði, sem lagt er hér fyrir nú, að ná að fara yfir málin með æskilegum hætti nema gerð sé skilmerkilega grein fyrir nál. Ég tel að það hafi skort, herra forseti, í þessum síðustu fjórum málum frá menntmn. sem hér hafa verið á dagskrá.