16.05.1984
Efri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5957 í B-deild Alþingistíðinda. (5292)

78. mál, áfengislög

Frsm. (Valdimar Indriðason):

Virðulegi forseti. Mér skildist að það væri annar frsm. fyrir þessu máli. En það er allt í lagi.

Nefndin fjallaði um þetta frv. og mælir með að það verði samþykkt. Það er um breyt. á áfengislögunum nr. 82 frá 1969 sem verður að gera vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á tollalögunum sem við samþykktum hér í Ed. fyrir helgi hvað varðar innsigli í skipum og gæslu tollvarða. N. er sammála því að þessi breyting verði samþykkt, enda er hún nauðsynleg sem bein afleiðing af samþykkt fyrri laga í þessum efnum.