16.05.1984
Efri deild: 101. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5994 í B-deild Alþingistíðinda. (5323)

363. mál, kjaradómur í vinnudeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða

Frsm. minni hl. (Kolbrún Jónsdóttir):

Virðulegi forseti. Minni hl. n. leggur til að frv. það, sem hér liggur fyrir um stöðvun verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna, verði fellt, enda brýtur það í bága við grundvallaratriði frjálsra samninga. Frv. firrir samningsaðila ábyrgð á að takast á við vanda sem felst í því að semja um kaup og kjör. Þetta má teljast í hæsta máta óeðlilegt, enda kemur fram í frv. að ríkissjóður mun greiða þann kostnað sem leiðir af því að setja á laggirnar nefnd til að kveða á um þessa samninga.