16.05.1984
Efri deild: 101. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6001 í B-deild Alþingistíðinda. (5339)

269. mál, erfðafjárskattur

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Félmn. hefur fjallað um þetta frv. til l. um erfðafjárskatt. Eins og hv. þdm. er kunnugt var gerð smávægileg breyting á frv. í Nd. Félmn. Ed. hefur ekkert við þá breytingu að athuga né heldur frv. í heild sinni eins og það var afgreitt frá Nd.

Á fund n. kom Magnús Pétursson og Edda Hermannsdóttir frá fjárlaga- og hagsýslustofnun. Að gefnu tilefni vildi nefndin taka það fram í nál. að hún legði áherslu á það að framlög til Framkvæmdasjóðs fatlaðra lækki ekki þrátt fyrir minni tekjur af erfðafjárskatti skv. þessu frv. En eins og fram hefur komið munu tekjur af erfðafjárskatti lækka við gildistöku frv.

Það er óþarfi að mínum dómi, virðulegi forseti, að hafa fleiri orð um þetta frv. Það er samstaða um málið eins og fram kemur í nál. Allir viðstaddir nm. rituðu undir nál. Ég vil taka það fram að Sigríður Dúna Kristmundsdóttir var fjarstödd við afgreiðslu málsins.