16.05.1984
Neðri deild: 94. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6036 í B-deild Alþingistíðinda. (5410)

363. mál, kjaradómur í vinnudeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. þm. Páli Péturssyni og hæstv. samgrh. fyrir þær yfirlýsingar sem fram hafa komið af þeirra hálfu sem benda til þess að engin áform séu uppi í ríkisstj. um að nota þetta frv. sem forsendu fyrir breytingum á vinnúlöggjöfinni af hálfu ríkisstj. Þar með lít ég svo á að þau orð, sem hv. 5. þm. Vestf. flutti áðan, séu ómagaorð og dæmist skv. því.