16.05.1984
Neðri deild: 95. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6051 í B-deild Alþingistíðinda. (5449)

315. mál, ljósmæðralög

Frsm. (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 921 um frv. til ljósmæðralaga, sem er 315. mál þessa þings á þskj. 623. Hér er um að ræða frv. sem kveður á um réttindi og skyldur og lögverndun starfsheitis ljósmæðra, en núgildandi ljósmæðralög eru að grunni til síðan 1933.

Málið hefur þegar verið afgreitt frá Ed. og voru þar gerðar á því breytingar samkv. tillögum Ljósmæðrafélags Íslands. Önnur brtt. kom frá félaginu, en tillit mun verða tekið til hennar í reglugerð.

Heilbr.- og trn. Nd. hefur fjallað um málið og var samráð haft við Ingimar Sigurðsson deildarstjóra og fulltrúa frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Auk þess barst nefndinni umsögn um málið frá Ljósmæðrafélagi Íslands.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem gerð var á því í Ed.

Undir nál. rita auk mín Friðrik Sophusson, Guðmundur H. Garðarsson, Guðrún Helgadóttir og Níels Árni Lund.