16.05.1984
Neðri deild: 95. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6053 í B-deild Alþingistíðinda. (5455)

136. mál, hafnalög

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þegar ég lagði þetta frv. fram snemma í vetur í Ed. var ég sannfærður um að þetta ákvæði væri mjög þarft fyrir hafnir almennt, en í viðræðum mínum við ákveðna nm. í Ed. kom fram að þeir voru mjög harðir á þessari breytingu og töldu að það væri fullur vilji fyrir henni. Hins vegar er auðvitað sá möguleiki eftir að þegar reglugerð er sett með þessum lögum má á ýmsan hátt tryggja verulega betri innheimtuskilyrði þó að það brjóti engan veginn í bága við orðalag þessarar greinar. Það er fyrir hendi og ég tók undir það við 1. umr. hjá hv. 1. þm. Austurl. að ég teldi eðlilegt að n. athugaði þetta. Hins vegar var ég ekki hér viðstaddur þegar n. skilaði nál., en eins og formaður n. og frsm. sagði var viðtal við ráðuneytisstjórann hvað þetta snertir. En ég legg mikla áherslu á að þetta frv., sem er nú flutt öðru sinni, fái endanlega afgreiðslu margra hluta vegna. Ég heiti því að ég mun kanna þessi atriði nánar við setningu reglugerðar.