16.05.1984
Neðri deild: 95. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6054 í B-deild Alþingistíðinda. (5458)

212. mál, skógrækt

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál er komið frá Ed. og voru gerðar þar nokkrar brtt. á því. Þetta frv. er fyrst og fremst til þess að styðja að því að hér verði ræktaðir upp á bújörðum landsins nytjaskógar, en það er í nokkrum sýslum mikill áhugi fyrir þessu og er þetta starf raunar hafið.

Landbn. Nd. ræddi þetta mál og fékk búnaðarmálastjóra á sinn fund og eins og sést á þskj. 875 er n. sammála um að leggja til að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það kom frá Ed.