17.05.1984
Efri deild: 104. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6177 í B-deild Alþingistíðinda. (5563)

340. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Fleiri hafa ekki kvatt sér hljóðs. Umr. er lokið, en atkvgr. er frestað til morguns. Ég verð að tjá hæstv. fjmrh. að málið verður ekki afgreitt í nótt, og ef við tökum tillit til þeirrar umr. sem fór fram hér í upphafi fundar er nú mál að linni. Ég held að það sé kominn tími til að hv. þdm. fari að fá frí í kvöld svo þeir geti gengið til náða og búið sig undir annasaman dag sem ég held að megi búast við að verði á morgun — og ekki bara hv. þdm. heldur einnig starfsmenn þingsins eins og kom réttilega fram fyrr í kvöld.